SKÁLDSAGA

Eiríkur Hansson - 2. þáttur - Baráttan

Baráttan er annar hluti sögunnar um Eirík Hansson eftir Vestur-íslenska rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason. Skrifaði hann söguna á árunum 1893-1897, en Oddur Björnsson hóf útgáfu hennar á Íslandi árið 1899. Í þessum öðrum hluta fylgjumst við áfram með söguhetju okkar Eiríki Hanssyni og baráttu hans við að fóta sig í nýju landi. Er hér á ferðinni skemmtileg saga sem allir unnendur góðra bóka, hvort heldur er börn eða fullorðnir geta haft bæði gagn og gaman af að heyra.